Núna á næstu vikum og mánuðum verða mannabreytingar á skrifstofu félagsins, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum.
Sandra María er að kveðja ferðafélagið og hefja störf á nýjum stað og það er Ingibjörg Jónsdóttir sem mun hægt og rólega taka yfir starfsemi skrifstofunnar en hún hefur verið að vinna fyrir ferðafélagið í sérverkefnum.
Þær munu eitthvað skipta með sér störfum næstu vikur og fram til 1. ágúst en þá tekur Ingibjörg alveg við. Við þessar breytingar munum við setja opnunartíma skrifstofunnar niður í hálfan dag. Við munum auglýsa þann tíma sérstaklega á næstu dögum.
Sandra vill nota tækifærið og þakka kærlega fyrir samstarfið á síðustu árum. Það er búið að vera virkilega ánægjulegt.