Við viljum vekja athygli á Víknaslóðaferðum félagsins næsta sumar. Endilega hafið samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir frekari fyrirspurnir.
Dags. | Tími | Lýsing ferðar |
---|---|---|
Miðvikudagur, 24. Júlí 2019 | 09:00 |
Víknaslóðir 3 skór 24. – 27. júlí, 4 dagar. Fararstjóri: Þórdís Kristvinsdóttir. 1.d. Ekið kl. 9 frá Fjarðarborg. Borgarfjörður-Brúnavík-Breiðavík. 2.d. Breiðavík-Húsavík. 3.d. Húsavík-Klyppstaður. 4.d. Klyppstaður um Kækjuskörð til Borgarfjarðar. Verð: 46.500/43.000. Innifalið: Fararstjórn, skálagisting og trúss. Lágmark 10 manns. Skráningu lýkur 10. júlí. |
Laugardagur, 17. Ágúst 2019 | 09:00 |
Víknaslóðir – krakkaferð, I. hluti 2 skór 17.-19. ágúst. Fararstjóri: Þórdís Kristvinsdóttir. Þessi ferð er sérstaklega hugsuð fyrir fjölskyldur og yngri kynslóðina. Farið verður á eigin bílum. 1.d. Ekið kl. 9 frá Fjarðarborg. Gengið frá Borgarfirði til Breiðuvíkur í gegnum Brúnuvík. 2.d. Gengið frá Breiðuvík og yfir í Húsavík þar sem hópurinn sameinast í bíla og fer tilbaka á Borgarfjörð. Verð: 10.000 fyrir fullorðna, börn undir 18 ára fá frítt. Innifalið: Fararstjórn, skálagisting og túss. Lágmark miðast við tíu þátttakendur. Skráningu lýkur 4. ágúst. Stefnt verður að II. hluti verði farin sumarið 2020 |