Fyrst viljum við byrja á því að þakka ykkur fyrir samstarfið í sumar. Núna erum við búin að loka skálunum okkar fyrir veturinn. Við hlökkum til að taka á móti gestum næsta sumar. Skrifstofan verður opin á virkum dögum í vetur og verður því hægt að senda okkur tölvupóst eða hringja í okkur ef þið hafið einhverjar spurningar og einnig til að bóka fyrir næsta sumar.