Skip to main content

Foss

Hofsárdalur er talinn ná inn að Steinvarartungusporði, en þar tekur við Fossdalur. Þar er bærinn Foss (180 m), sem er talinn mjög gamalt býli, upphaflega byggt úr Bustarfellslandi. Sama ætt bjó að mestu á Fossi frá aldamótum 1800 til byggðaloka 1947. Dalurinn er þröngur með bröttum hlíðum og fellur Hofsá í grunnu gili skammt undan bænum. Er þar fossinn sem bær og dalur draga nafn af. Að Fossi er ágætt aðgengi frá Bustarfelli en þar á milli eru ekki nema um 8 km. Er þá farið til hægri niður hvamm rétt áður en komið er að hliðinu að Bustarfelli og ekið neðan við túnið. Ekki er ráðlegt að aka lengra en að Sniðum og er hægur gangur þaðan inn að Fossi. Dalurinn þrengist þar mjög og er kjarri vaxin hlíðin allbrött niður að ánni. En gönguleið greiðfær og góð.

(19) GPS hnit (N65°33.78 - W15°16.44)

Foss - Ítarefni og ábúendatal

Hofsárdalur er talinn ná inn að Steinvarartungusporði, en þar tekur við Fossdalur, Þar er bærinn Foss, sem er talinn mjög gamalt býli, byggt úr Bustarfellslandi. Dalurinn er þröngur með bröttum hlíðum og fellur Hofsá í grunnu gil skammt undan bænum. Þar er fossinn sem bær og dalur draga nafn af. 

Fyrr á öldum var bærinn Hafragerði innan við Fossbæinn, einnig var annar bær, Skor, í nágrenni við Foss. Í gömlum sögnum er sagt að margir bæir hafi verið í Fossdalnum og kirkja á Skor.  Þar hafa fundist leifar af kirkjugarði. 

Seinni hluta 18. aldar bjó á Fossi Jón Sigurðsson, Sveinssonar tuggu, en Sigurður var bróðir Árna bónda á Bustarfelli. Jón giftist tvisvar, fyrst Guðrúnu Óladóttur frá Tjarnarlandi og síðar árið 1787 Guðrúnu Jónsdóttur frá Vakurstöðum.  Þau fluttu í Möðrudal og frá þeim er kominn Möðrudalsættin.

Sama ætt bjó að Fossi frá 1800 til byggðarloka 1947. Þórður Þórðarson og Bergljót Gestsdóttir frá Fossi bjuggu í nokkur ár á Þorbrandsstöðum. Þar drukknuðu þrjú elstu börn þeirra í krapatjörn 16.maí 1910. Þau fluttu síðan að Fossi og bjuggu þar til 1947.

Ábúendatal:

1875-1904: Gestur Sigurðsson (f.29.11.1840, d.13.08.1931) frá Njarðvík og Aðalbjörg Methúsalemsdóttir (f.07.04.1842, d.15.03.1927) frá Fossi. Börn: Bergljót, húsfreyja á Fossi and Sigrún húsfreyja í Reykjavík.  Þau áttu 6 börn sem öll létust ung að árum.

1897-1908: Þórður Þórðarson (f.21.04.1874, d.12.12.1934) frá Skjöldólfsstöðum í Jökuldal og Bergljót Gestsdóttir (f.03.10.1872, d. 22.04.1968) frá Fossi. Börn: Hjördís, Gestur og Aðalbjörg drukknaði May 16th 1910. Þóra húsfreyja á Teigi, Einar lést ungur, Hjördís G. lést ung, Stefán bóndi á Fossi, Jakob bóndi á Fossi, Sigríður húsfreyja í Reykjavík.  Einnig tvö börn sem dóu ung að árum.

1908-1909: Sigurður Þorsteinsson fóstursonur Gests.

1909-1910: Haraldur Sigurðsson (f.1868) frá Þingeyjarsýslu og Aðalbjörg Hallgrímsdóttir (f.1867) frá Fellsseli í S-Þingeyjarsýslu. Börn: Sigurður (1893-1966) bóndi á Stuðlafossi og Jóna Þórdís (f.1902)

1910-1913: Í Eyði

1913-1915: Ingólfur Eyjólfsson

1935-1947: Bergljót Gestsdóttir og synir hennar Stefán (f.17.07.1912) og Jakob S. (f.14.05.1914).  Þau fluttu til Vopnafjarðar.

  • Last updated on .
  • Hits: 921