Skip to main content

Brunahvammur

Bærinn í Brunahvammi (340m) stóð fremst í þurrlendum hvammi drjúgan spöl frá Hofsá, undir Brunahvammshálsi. Þjóðvegur 85 liggur nú rétt ofan við bæjarhvamminn. Brunahvammur mun hafa verið hjáleiga frá Bustarfelli og lengst af í eigu Bustarfellsbænda. Frumbyggi er talinn vera Jón Guðmundsson og Guðrún Jónsdóttir 1807. Jörðin þótti góð til búskapar með fornu lagi en nokkuð mannfrek til heyskapar og fjárgæslu. Þá þótti torfrista léleg og mór var enginn. Frá aldamótunum til 1913 var Brunahvammur tvisvar í eyði, alls í 6 ár, en eftir það í samfelldri byggð til 1945.

(18) GPS hnit (N65°31.62 - W15°25.89)

  • Last updated on .
  • Hits: 1107