Skip to main content

Dísastaðahjalli í Breiðdal.

  • Upphaf ferðar: 2024-10-06

Dagsferð 6. Október Dísastaðahjalli í Breiðdal, 2 skór.
Gömul gönguleið milli Suðurdals og Norðurdals í Breiðdal. Gengið frá eyðibýlinu Dísastöðum þægilega göngu eftir grónum hjalla á góðan útsýnisstað. Gönguvegalengd. 5 km.
Verð 1000 sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.
Fararstjóri: Sigurjón Bjarnarson.
Brottför kl. 10:00 frá húsi Ferðafelagsins Tjarnarási 8 á Egilsstöðum.

  • Last updated on .
  • Hits: 183

Hvannárgil við Möðrudal.

  • Upphaf ferðar: 2024-09-15

Dagsferð 15. September. Hvannárgil við Möðrudal, 3 skór.
Gönguvegalengd 16 km.
Gengið af Kverkfjallavegi fyrir sunnan Möðrudal. Hringleið um mikilfenglegt gil.
Þessi gönguleið er ein af Perlum Fljótsdalshéraðs
Fararstjóri: ferðanefnd
Verð 1000 sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.
Brottför kl 10:00 frá húsi Ferðafélagsins Tjarnarási 8 á Egilsstöðum.

  • Last updated on .
  • Hits: 207

Fagridalur- Kistufell

  • Upphaf ferðar: 2024-09-07

Dagsferð 7. september
Fagridalur- Kistufell, 4 skór
Sameiginleg ganga með Ferðafélagi Fjarðamanna. Brottför kl. 10:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem sameinast er í bíla.
Gengið frá kofa á Fagradal upp Launárdal á Kistufell. Þaðan um Eldhnjúka og komið niður á Hjálpleysu og niður að Perluskilti við Grófargerði á Völlum. Bílar geymdir þar.
Fararstjóri: Kristinn
Verð kr. 3000 sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi).

  • Last updated on .
  • Hits: 193

Lambadalur í Borgarfirði.

  • Upphaf ferðar: 2024-08-31

Dagsferð 31. ágúst ( sunnudagur 1 september til vara) Lambadalur í Borgarfirði, 3 skór.
Tími: 6 - 7 tímar. Vegalengd: 8-9 km. Hækkun: um 500 m.
Leiðarlýsing: Þægileg gönguleið inn í Lambadal innst í Borgarfirði eystra, þar sem mikið jarðrask varð árið 1937. Gengið um dalinn sem er mjög fallegur og ummerki jarðrasksins skoðað. Farið upp á hrygginn við Krosstind þaðan sem útsýni er mjög fallegt.
Brottör frá skrifstofu FFF á Egs. kl 8:00
Hist fyrir framan Fjarðarborg á Borgarfirði kl. 9:00 þar sem leiðsögumaður tekur á móti hópnum og ekið þaðan á bílastæði inn í firði að upphafi gönguleiðar.
Fararstjóri: Bryndís Skúladóttir
Verð kr. 3000 sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi).

  • Last updated on .
  • Hits: 202

Þjóðfell.

  • Upphaf ferðar: 2024-08-25

Dagsferð 25. ágúst.  Þjóðfell, 3 skór

Gengið af hringvegi á Langadal vestan Vopnafjarðarvegamóta beint á Þjóðfell.

Brottför kl. 9:00 frá húsi Ferðafélagsins Tjarnarási 8. Egilsstöðum.

Hæð y.s. 1.014. Hækkun ca. 500 m.

Farastjóri: Sigurjón Bjarnason

Verð kr. 1000 sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.

  • Last updated on .
  • Hits: 207