Víknaslóðir – Um eyðivíkur, firði og fjallaskörð
27. júlí - 30. júlí 2022
- Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir. Lágmark 10 manns.
- Víknaslóðir er göngusvæði sem engan svíkur. Þar blandast saman fallegir firðir, víkur og stórfengleg fjallasýn hvert sem litið er. Í þessari ferð má segja að göngufólk tipli yfir það helsta sem svæðið hefur upp á að bjóða en mælt er þó með því að koma aftur og skoða ýmsa ómissandi „útúrdúra“ sem verða óhjákvæmilega eftir.
- 1.d. Ekið kl. 10:00 frá félagsheimilinu Fjarðarborg að upphafsstað göngu. Gengið frá Borgarfirði til Breiðuvíkur í gegnum Brúnavík. Gist ein nótt í skála ferðafélagsins í Breiðuvík.
- 2.d. Gengið frá Breiðuvík í Húsavík. Hér er ýmist farið um Víknaheiði til Húsavíkur en ef vel viðrar er farið inn Litluvíkurdal, gengið í rótum Leirfjalls og þaðan yfir Herjólfsvíkurvarp til Húsavíkur. Gist eina nótt í skála ferðafélagsins í Húsavík.
- 3.d. Gengið frá Húsavík, upp Neshálsinn og þaðan niður í Loðmundarfjörð. Ýmsar leiðir í boði, val fararstjóra fer eftir veðri og skyggni. Gist ein nótt í skála ferðafélagsins að Klyppstað.
- 4.d. Gengið frá Loðmundarfirði og uppá Fitjar. Þaðan er farið um Kækjuskörð og Kækjudal til Borgarfjarðar.
- Verð: 59.500/56.500.
- Innifalið: Skálagisting, trúss og fararstjórn.
- Last updated on .
- Hits: 173