Skip to main content

Fjölskylduferð frá Seyðisfirði til Borgarfjarðar.

  • Upphaf ferðar: 2023-07-08

Fjölskylduferð frá Seyðisfirði til Borgarfjarðar. 2 – 3 skór

8.júlí – 9. júlí. Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir og Hildur Bergsdóttir fjallaleiðsögumenn. Lágmark 15 manns.

Dagur 1: Farið frá kl. 9:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 Egilsstöðum og að upphafsstað göngu á Seyðisfirði. Frá Seyðisfirði er gengið yfir Hjálmárdalsheiði niður Hjálmárdal sem er gömul póstleið, um 6 klukkustunda ganga. Gist verður í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að Klyppstöðum í Loðmundarfirði. Boðið er upp á kjötsúpu fyrir alla og samverustund um kvöldið.

Dagur 2: Vaknað klukkan 8:00. Morgunmatur og tiltekt. Lagt að stað kl 10:00 frá skála upp í Hraundal og svo yfir Kækjuskörð niður Kækjudalinn og þaðan yfir í Borgarfjörð. Ganga dagsins tekur um 6 -7 tíma.

Verð er krónur 17.000 fyrir fullorðna . Innifalið er fararstjórn, trúss, kjötsúpa og gisting. Ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára. Ferðin er hluti af Ævintýraferðum fjölskyldunnar og er niðurgreidd af Múlaþingi, Lýðheilsusjóði og Lífheim.

  • Last updated on .
  • Hits: 686