Ævintýraferðir fjölskyldunnar - Barnaferð í Loðmundarfjörð.

02. – 03. júlí. 2022 1skor1skor

Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir, fjallaleiðsögumaður og Hildur Bergsdóttir, félagsráðgjafi. Lágmark 15 manns.

Útivistarævintýrafjölskylduferð í Loðmundarfjörð.

Við ætlum að dvelja eina nótt í hinum undirfagra firði Loðmundarfirði.

Fara í göngur, skoða fjöruna, alla fallegu steinana, , kíkja á fuglalíf og príla í klettum.

Dagur eitt: Við sameinumst í Bíla á Borgarfirði kl 8:00 ( við íþróttahús) svo keyrum við yfir fjöll og legjum bílum við skála. Komum okkur fyrir tökum nesti og skundum að upp í hin fagra Hraundal, þar sem við munum taka gönguferð, skoða hann gaumgæfulega. Um kvöldið verður svo kjötsúpa og samverustund.

Dagur tvö: Gönguferð uppi í Norðdal þar sem við munum skoða himinháar klettaborgi

Fá okkur nesti og atthuga hvort álfarnir kíki ekki á okkur á meðan.

Áætluð heimferð frá Loðmundarfirði kl 15:00.

Verð: 15.000 þúsund fyrir fullorðinn og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Innifalið: Skálagisting, leiðsögn, og kvöldverður í Loðmundarfirði. Ferð er niðurgreidd af styrktraðilum. Tekið er á móti skráningum á heimasíðu ferðafélagsins til 15. júní

  • Last updated on .
  • Hits: 291

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Tjarnarási 8 - 700 Egilsstaðir - (Pósthólf 154) - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - sími: 863 5813