Hjördís Hilmarsdóttir fær Þorrann

Það eru ýmsir sem leggja hjarta sitt í störf ferðafélagsins og oft í sjálfboðavinnu. Hjördís Hilmarsdóttir er ein þeirra en hún hefur komið að störfum ferðafélagsins í fjölda ára. Það gleður okkur hjá ferðafélaginu mikið að Hjördís skyldi fá Þorrann í ár en sú viðurkenning er veitt aðila sem hefur með vinnu sinni gert samfélaginu gott og gagn, svo eftir er tekið. Hjördís fær Þorrann fyrir Perlur Fljótsdalshéraðs, Heiðarbýlin í göngufæri, Sunnudagsgöngur ferðafélagsins, myndina Heiðarbýlin í nærmynd og sleðahundana í samstarfi við Rauða Krossinn. Það má því segja að Ferðafélag Fljótsdalshéraðs eigi Hjördísi margt að þakka. Hún er uppspretta skemmtilegra hugmynda og hefur svo elju og drifkraft að koma hugmyndum í framkvæmd og fylgja þeim eftir. Innilega til hamingju Hjördís!

       

Víknaslóðir til framtíðar

 Verkefnið Víknaslóðir til framtíðar  verður kynnt fimmtudaginn 30. janúar. kl 20:00 í húsnæði Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6. Verkefnið hófst sumarið 2018 þegar Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystra réðu landvörð til að starfa á Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri til að gera heildstæða úttekt á ástandi svæðisins, ræða við landeigendur og tala við leiðsögumenn og ferðalanga. Mikið gæðastarf hefur nú verið unnið á svæðinu síðustu tvö ár og munu landverðirnir Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir og Bjarni Karlsson segja frá stöðu verkefnisins og fara yfir það sem gert var síðasta sumar í Stórurð. Auk þeirra munu Hafþór Snjólfur Helgason, fyrir hönd Ferðamálahóps Borgarfjarðar eystra og Þórhallur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, sitja fyrir svörum um verkefnið og störf landvarða.

Landvarslan hefur til þessa dags verið studd af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Fljótsdalshéraði, Borgarfjarðarhrepp, Alcoa, Landsneti, Brothættum byggðum, Landsbankanum, Arion banka og Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir.

Við vonumst til að sjá sem flesta!

Útdráttur í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri

Útdráttur í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri var miðvikudaginn 2. október 2019

Alls var skilað 78 kortum í báðum leikjunum. 48 Perlukortum og 30 Heiðarbýlakortum

Vinningarnir voru af ýmsu tagi og þökkum við gefendum innilega fyrir, án þeirra stuðnings væri þetta ekki mögulegt. Vinningshafar, sem ekki voru við útdrátt geta vitjað vinninganna hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Skrifstofan er opin 9-12:30.

Vinningshafar voru sem hér segir:

Barnavinningar

• 15.000 kr. gjafakort gefið af Landsbankanum: Emilía Rut Einarsdóttir

• Gjafabréf í Kríla-eða Ævintýraskíðaskólann, gefið af Skíðafélaginu í Stafdal: Steinar Aðalsteinsson

• Íþróttataska, flísteppi, buff og hleðslubanki gefið af Íslandsbanka: Ásgeir Logi Traustason

• Púsl og vasaljós gefið af A4 og Lífheimi ehf: Dagmar Guðjónsdóttir

• Púsl og vasaljós gefið af A4 og Lífheimi ehf: Tekla Tíbrá Freysdóttir

 

Perlur Fljótsdalshéraðs

• 30.000 kr. gjafakort, gefið af Fljótsdalshéraði: Hildur Bergsdóttir.

• Þrír mánuðir í þrek og sund, gefið af Íþróttahúsinu: Valgerður Dögg Hreinsdóttir.

• Dagsferð fyrir einn að eigin vali, gefið af Disa Guiding tours: Þóra Vilbergsdóttir.

• Gisting í skála FFF fyrir tvo, gefið af FFF: Guðný Margrét Hjaltadóttir.

• Gisting í gamla bænum í Sænautaseli fyrir tvo, gefið af Sænautaseli:Freyr Hjálmþórsson.

• 8.000 kr. gjafabréf, gefið af Verslunarfélaginu: Heiðrún Harpa Helgadóttir.

• Hádegisverðarhlaðborð fyrir tvo, gefið af Klausturkaffi: Gunnhildur Garðasdóttir.

• Spa fyrir tvo, gefið af Gistihúsinu á Egilsstöðum: Emilía Sól Guðgeirsdóttir.

• Fótsnyrting, gefið af Snyrtistofunni Öldu: Kristjana Hvönn.

• Legghlífar, gefið af Vaski: Þórey Ingimarsdóttir.

• Ilmvatn og body lotion, gefið af Lyfju: Árni Ólason.

• Sunnudagsbrunch fyrir tvo, gefið af Hótel Héraði: Lena Dóra Logadóttir.

• Gjafabréf í Vök Baths fyrir einn, gefið af Vök Baths: Sjöfn Hjarðar.

• 4.000 kr. gjafabréf, gefið af Bókakaffi: Guðbjörg Gunnarsdóttir.

• Bókin 101 Austurland, gefin af Bókstaf: Karl Lauritzson.

 

Heiðarbýlin í göngufæri

• 15.000 kr. gjafakort, gefið af Vopnafjarðarhreppi: Sighvatur Daniel Sighvatz.

• 15.000 kr. gjafakort, gefið af Arionbanka: Þorvaldur P. Hjarðar.

• Gisting í gamla bænum í Sænautaseli fyrir tvo, gefið af Sænautaseli: Guðrún Svanhildur Stefánsd.

• Ferð að eigin vali, gefið af Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs: Guðmundur Sigfússon.

• Sýning og kaffihlaðborð fyrir tvo, gefið af Óbyggðasetrinu: Heimir Tómasson.

• 8.000 kr. gjafabréf, gefið af Verslunarfélaginu: Freydís Magnúsdóttir.

• Hádegisvarðarhlaðborð fyrir tvo, gefið af Klausturkaffi: Sólveig H. Stefánsdóttir.

• Spa fyrir tvo, gefið af Gistihúsinu á Egilsstöðum: Málfríður Ólafsdóttir.

• Gjafabréf í Vök Baths fyrir einn, gefið af Vök Baths: Sóllilja Björnsdóttir

Heiðarbýlin í nærmynd

Kvikmyndin Heiðarbýlin í nærmynd verður sýnd á N4 sunnudaginn 25.ágúst kl 21.

Um er að ræða kynningarmynd um Heiðarbýlin á Jökuldals og Vopnafjarðarheiðum, einstök byggðasaga um fólk sem í leit að sjálfstæði byggði nýbýli á heiðum uppi á nítjándu öldinni. Myndin er um 70 mínútur og er höfundur hennar Hjördís Hilmarsdóttir. Gerð myndarinnar er styrkt af Uppbyggingasjóði Austurlands. 

 

Við erum á Facebook