Fjölskylduævintýraferð

Þann 28. október var farið í fjölskylduævintýraferð undir forystu þeirra Hildar Bergsdóttur og Þórdísar Kristvinsdóttur. Farið var inn í Hallormsstað þar sem gengið var um skógarstíg í ljósaskiptunum, endað í Mörkinni þar sem boðið var upp á kjötsúpu, mandarínur, söng, sögulestur við varðeld og að endingu grillaða sykurpúða. Veður var ekki neitt sérstakt, algert úrhelli, en fólk lét það ekki stoppa sig og mættu 65 manns á þennan viðburð.

Við erum þakklát fyrir góðar viðtökur og verða fleiri svona svipaðir viðburðir á dagskrá á næstunni. Ferðin var hluti af verkefninu Ævintýra- og náttúruferðir fjölskyldunnar sem er styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, gamla sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði og Lífheim ehf.

Þangað til næst! Með kærri kveðju Ferðafélag Fljótsdalshéraðs.

Við erum á Facebook