Brimnes Sunnudagsganga.

 
Sunnudagsganga 1 skór
20. júní. Brottför kl. 10.
Keyrt er 10 km frá miðbænum út að bóndabænum Selsstöðum og er gengið þaðan eftir gömlum jeppaslóða, 5,5 km út að Brimnesvita.
Brimnes er út í fjarðarmynni á norðurströnd Seyðisfjarðar. Á öldum áður var það ein öflugasta útgerð sem fyrirfannst á austfjörðum.
Tóftir gamalla bygginga má sjá þar í einstaklega fallegu umhverfi.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir sunnudagsgöngum annan hvern sunnudag í sumar. Viðburðir eru settir inn á facebook síðu ferðafélagsins.
Fulltrúar frá ferðanefnd ferðafélagsins leiða göngurnar eins og áður.
Mæting er við hús ferðafélagsins, Tjarnarás 8 á Egilsstöðum og er lagt af stað kl 10:00. Verð er 500 krónur á manninn og greiðist á staðnum.
Vegna COVID-19 minnum við sérstaklega á góðan handþvott fyrir mætingu og að grípa með sér handspritt. Einnig er handspritt í húsi ferðafélagsins sem er hægt að fá sér fyrir brottför.

Við erum á Facebook