Sunnudagsgöngur: Eyðibýli

Nú er að hefjast 15. ár sunnudagsganga ferðafélagsins. Sunnudagsgöngur hafa verið farnar á hverjum sunnudegi allan ársins hring síðan 2005 og því má reikna út að þær séu orðnar nokkuð yfir 700 talsins. Hjördís Hilmarsdóttir hóf þetta verkefni og hugsaði þetta sem góða leið til að hreyfa sig og um leið stuðla að góðri sunnudagssamveru. Hugmyndin sló í gegn og enn erum við að 15 árum síðar þó Hjördís hafi skilað keflinu til ferðanefndar ferðafélagsins árið 2018 eftir 13 ára umsjón. Í haust var ákveðið að fækka ferðum og eru þær í dag 1. og 3. sunnudag í hverjum mánuði. Þemað núna á fram á vor verða heimsóknir á eyðibýli sem er að finna á Héraði og svo tekur skipulögð sumardagskrá sunnudagsganga við þann 3. maí með gönguferð í Valtýshelli í Hjálpleysu. Ferðir ferðafélagsins eru auglýstar í Ferðaáætlun FÍ og á heimasíðu ferðafélagsins undir Ferðir.

Við erum á Facebook