Hjördís Hilmarsdóttir fær Þorrann

Það eru ýmsir sem leggja hjarta sitt í störf ferðafélagsins og oft í sjálfboðavinnu. Hjördís Hilmarsdóttir er ein þeirra en hún hefur komið að störfum ferðafélagsins í fjölda ára. Það gleður okkur hjá ferðafélaginu mikið að Hjördís skyldi fá Þorrann í ár en sú viðurkenning er veitt aðila sem hefur með vinnu sinni gert samfélaginu gott og gagn, svo eftir er tekið. Hjördís fær Þorrann fyrir Perlur Fljótsdalshéraðs, Heiðarbýlin í göngufæri, Sunnudagsgöngur ferðafélagsins, myndina Heiðarbýlin í nærmynd og sleðahundana í samstarfi við Rauða Krossinn. Það má því segja að Ferðafélag Fljótsdalshéraðs eigi Hjördísi margt að þakka. Hún er uppspretta skemmtilegra hugmynda og hefur svo elju og drifkraft að koma hugmyndum í framkvæmd og fylgja þeim eftir. Innilega til hamingju Hjördís!

       

Við erum á Facebook