Víknaslóðir til framtíðar

 Verkefnið Víknaslóðir til framtíðar  verður kynnt fimmtudaginn 30. janúar. kl 20:00 í húsnæði Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6. Verkefnið hófst sumarið 2018 þegar Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystra réðu landvörð til að starfa á Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri til að gera heildstæða úttekt á ástandi svæðisins, ræða við landeigendur og tala við leiðsögumenn og ferðalanga. Mikið gæðastarf hefur nú verið unnið á svæðinu síðustu tvö ár og munu landverðirnir Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir og Bjarni Karlsson segja frá stöðu verkefnisins og fara yfir það sem gert var síðasta sumar í Stórurð. Auk þeirra munu Hafþór Snjólfur Helgason, fyrir hönd Ferðamálahóps Borgarfjarðar eystra og Þórhallur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, sitja fyrir svörum um verkefnið og störf landvarða.

Landvarslan hefur til þessa dags verið studd af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Fljótsdalshéraði, Borgarfjarðarhrepp, Alcoa, Landsneti, Brothættum byggðum, Landsbankanum, Arion banka og Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir.

Við vonumst til að sjá sem flesta!

Við erum á Facebook