Alltaf fjör í júní

Það er óhætt að segja að júní sé líflegur mánuður hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs.

Um leið og hamarshöggin sem dunið hafa á verkstæði ferðafélagsins síðustu mánuði minnka í júní, taka önnur verkefni við. Skálar á Víknaslóðum voru standsettir um síðustu helgi og þessa helgina mæta sjálfboðaliðar og standsetja Sigurðarskála í Kverkfjöllum. Í júní koma líka skálaverðir til sinna starfa. í Kverkfjöllum vinna 2-3 skálaverðir í sumar og á Víknaslóðum skipta 36 sjálfboðaliðar með sér vikunum fram í september í Breiðuvík, Húsavík og Loðmundarfirði. Fljótlega upp úr miðjum mánuði fer svo allt að fyllast af gestum með öllu því fjöri sem því fylgir. Ferðir félagsins eru á sínum stað en 28 ferðir eru skipulagðar frá byrjun maí og út september. Flestar ferðanna eru dagsferðir eða styttri ferðir en við erum með tvær lengri ferðir í ár. Þær ferðir eru báðar á Víknaslóðir og er önnur skipulögð sem krakkaferð. Uppselt er í þær ferðir en við erum að skrá á biðlista. Ferðir framundan í júní eru gönguferð í Landsenda, sólstöðuganga í Stapavík, ferð í Treglugil á Jökuldal og ganga upp á Svartfell á Borgarfirði eystri.

Hlökkum til að taka á móti ykkur í sumar!

...

Mynd: Hefðbundið skálabras sjálfboðaliða.

 

 

Við erum á Facebook