Bókunarskilmálar í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs

Sá sem pantar gistingu í skálum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs fyrir sig og samferðafólk ber ábyrgð á að greiðslur skili sér á réttum tíma og einnig að senda nafnalista um hvort viðkomandi er félagi í FÍ eða einhverri deild FÍ.  

Áður en bókun er staðfest af hálfu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs þarf að greiða staðfestingargjald og fæst það ekki endurgreitt. Því er mikilvægt að ábyrgðarmaður kynni sér og samferðafólki sínu bókunarskilmála félagsins. Þá þarf enn fremur að liggja fyrir greiðslukortanúmer ábyrgðamanns ferðarinnar.

Eigi síðar en 60 dögum fyrir pantaði gistingu skal nafnalisti liggja fyrir ásamt lista fyrir meðlimi í Ferðafélagi Íslands eða deildum þess. Eigi síðar en 40 dögum fyrir pantaða gistingu skal inna af hendi eftirstöðvar greiðslu sem eru þá skuldfærðar á greiðslukort ábyrgðamanns. Liggi ekki fyrir nafnalisti ásamt því hverjir séu félagar í FÍ eða deildum þess verður innheimt fullt gjald af öllum hópnum. 

Þegar greiðslur hafa verið inntar af hendi gefum við upp talnaröðina á lyklaboxum sem eru staðsett í kassa á stafni skálanna (Geldingafell og Egilssel/Kollumúlavatn). Þegar bókað er í skála á Lónsöræfaleið er mikilvægt að réttur fjöldi í hóp sé gefin upp og að virt sé það gagnkvæma traust sem á sér stað milli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og gesta í þeim efnum. 

Ef skálagisting er afpöntuð gilda eftirfarandi reglur:

 • Staðfestingargjald er aldrei endurgreitt.

 • Kverkfjöll: Staðfestingargjald er 3.000 kr. á mann per nótt fyrir sumarið 2017.
 • Víknaslóðir: Breiðavík, Húsavík og Loðmundarfjörður. Staðfestingargjald er 6.000 kr. á mann fyrir sumarið 2017.
 • Lónsöræfaleið: Geldingafell og Egilssel (Kollumúlavatn). Staðfestingargjald er 4.000 kr. á mann fyrir sumarið 2017.
 • Afbókun 15 dögum fyrir brottför: 80% endurgreitt af gistigjaldi þegar staðfestingargjald hefur verið dregið frá.
 • Afbókun 10 dögum fyrir brottför: 50% endurgreitt af gistigjaldi þegar staðfestingargjald hefur verið dregið frá.
 • Ekki er endurgreitt ef afbókað er innan 10 daga frá dagsetningu.

 • Lónsöræfi: Munið eftir talnaröðinni á lyklaboxunum áður en farið er.

Öryggisskilmálar

Öryggisskilmálar – trúnaður: Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.  Upplýsingarnar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing: Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög.  Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands.

Fjallaskálar félagsins

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á og rekur eftirtalda skála:

 • Sigurðarskála í Kverkfjöllum ,
 • Geldingarfell,
 • Egilssel við Kollumúlavatn,
 • Breiðuvíkurskála,
 • Húsavíkurskála
 • skála á Klyppstað í Loðmundarfirði
  Upplýsingar og bókanir í ferðir og skála eru í síma 863 5813
  Bókanir á sumrin: Kverkfjallaskáli s. 863 9236
  Ath. allir skálar félagsins eru lokaðir á veturna
  Geldingafell og Egilssel eru einnig lokaðir á sumrin
  Þar eru lyklabox og gestir verða að fá talnaröð á skrifstofu
  Ferðafélags Fljótsdalshéraðs s. 863 5813

 

Bókunarskilmálar