Sunnudagsgöngur

Dagsetning Lagt af stað Lýsing ferðar
Sunnudagur, 27. Maí 2018 10:00

Múlakollur (Perla) 2 skór

Ekið að Þingmúla í Skriðdal en Múlakollur er fremsti hluti Þingmúla.

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð kr. 500 auk þátttöku í bensínkostnaði

 

Þingmúli skiptir Skriðdal í norðurdal og suðurdal en þjóðvegur 95 liggur um suðurdal yfir í Breiðdal. mulakBærinn Þingmúli var helsti þingstaður Austfirðinga um nokkrar aldir og eru Múlasýslur nefndar eftir honum. Múlakollur er fremsti hluti Þingmúla. Gengið frá skilti beint upp hrygginn. Síðan er gaman að ganga inn fjallið og niður austan megin nokkuð innan við Múlastekk.  Á þeirri leið má sjá falllegt kubbaberg. Einnig er hægt að ganga inn með fjallinu að austanverðu og upp frá Múlastekk.

Vegalengd og hækkun: 6 km. og 400 m. hækkun

GPS hnit: (N65°01.624-W14°38.049)

 

Meira um Múlakoll

 

 

 

 

 

Sunnudagur, 3. Júní 2018 10:00

Gönguferð í Skálanes. 1 skór

Ekið á Seyðisfjörð og áleiðis í Skálanes. Gengnir verða síðustu 4 kílómetrarnir.

Fararstjóri: Stefán Kristmannsson

Brottför kl. 10 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

 

Skálanes

Skálanes er náttúruparadís við mynni Seyðisfjarðar.

Þar gefst færi á að komast í kynni við náttúruna í návígi, sérstaklega fuglalífið, þar sem þúsundir fugla af um 40 mismunandi tegundum verpa á svæðinu. 

Fær vegur er nær alla leið en óbrúuð á er á leiðinni sem oft getur verið ófær minni bílum.  Göngubrýr eru yfir síðustu ársprænurnar áður en komið er að Skálanesbænum

 Skálanes

Sunnudagur, 10. Júní 2018 10:00

Gönguferð í Treglugil. 1 skór

Ekið að Merki í Jökuldal og gengið í Treglugil sem er 2 kílómetra innan við Merki. Treglugil er um 100 metra djúpt og um það fellur áin Tregla.

Fararstjóri: Lilja Hafdís Óladóttir

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð: 500 krónur auk þátttöku í bensínkostnaði 

Sunnudagur, 17. Júní 2018 10:00

Fardagafoss (Perla) 1 skór

Ekið að bílaplani við Áningarstein. Gengið þaðan að Fardagafossi.

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð: 500 krónur auk þátttöku í bensínkostnaði

Oftast er gengið frá skilti við bílastæði sem er neðarlega í Fjarðarheiðinni. fardagaGengið er upp með ánni, og má þar sjá Gufufoss. Gengið áfram upp með gljúfurbarminum norðan megin. Þegar komið er að fossinum er hægt að fara ofan í gilið (keðja þar til að styðja sig við). Gaman er að fara bak við fossinn. Hólkur með gestabók og stimpli blasir við þegar fólk nálgast fossinn.
Vilji fólk lengja gönguna er upplagt að ganga frá Egilsstöðum, ganga yfir gömlu Eyvindarárbrúna og fara svo inn á gamla veginn rétt utan við afleggjarann að Miðhúsum.

Vegalengd og hækkun: 2 km. og 148 m. hækkun
GPS hnit: (N65°16.06-W14°19.96)

Sunnudagur, 24. Júní 2018 10:00

Rangárhnjúkur (Perla) 1 skór

Gengið frá skilti við hliðið að Fjallsseli og upp vegaslóða á Rangárhnjúk (565 m).

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum.

Verð: 500 krónur auk þátttöku í bensínkostnaði

 

Gengið frá skilti við hliðið að Fjallsseli og genginn er vegarslóði fyrir ofan bæinn. RangárhnjúkurÞegar upp er komið er farið út af veginum og gengið út á Rangárhnjúkinn þangað sem hólkurinn með gestabók og stimpli er. Gaman að fara niður hjá Egilsseli og ganga síðan veginn til baka í Fjallssel. Er þá gengið framhjá Dansgjá, sem er sérkennileg gjá eða sprunga í gegnum klettaás, vestur af Staffellsbjörgum, rétt við veginn.

Vegalengd og hækkun: 11 km. og 500 m. hækkun

GPS hnit: (N65°19.410-W14°35.498)

 

Meira um Rangárhnjúk

Sunnudagur, 1. Júlí 2018 09:00

Svartfell (3 skór)

Gengið upp á tind Svartfells (510m) Brúnavíkurmegin. Fallegt útsýni er af toppnum yfir Borgarfjörð og Brúnavík. Á toppnum er að finna gestabók sem allir eiga að skrifa í. 

Fararstjóri: Sighvatur Sighvatz.

Brottför kl 9:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð: 500 krónur auk þátttöku í bensínkostnaði

Sunnudagur, 8. Júlí 2018 10:00

Magnahellir (Perla) 1 skór

Ekið frá Kárahnjúkastíflu eftir góðri jeppaslóð að norðan út Lambafell að krossgötum við Laugavelli. 

Farið niður að bílaplani við Dimmugljúfur. Þar er upplýsingaskilti og upphaf merktrar gönguleiðar. 

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð: 500 krónur auk þátttöku í bensínkostnaði

 

magnahellir á heimasíðuEkið frá Kárahnjúkastíflu eftir góðri jeppaslóð að norðan út Lambafell að krossgötum við Laugavelli. Farið er niður að bílaplani við Dimmugljúfur. Þar er upplýsingaskilti og upphaf merktrar gönguleiðar sem liggur í Hafrahvamma og Magnahelli. Hólkurinn með gestabók og stimpli er í hellinum.
Það var siður Brúarbænda að fornu af hafa sauðfé sitt í hvömmum nokkrum við Jökulsá á vetrum, í helli þeim, sem þar er og er kallaður Magnahellir.  Tekur hann nafn af Magna bónda sem fyrrum bjó á Brú og fann fyrstur upp á að hafa þar sauðfé á vetrum um tíma.

Vegalengd: 1,5 km

GPS hnit: (N64°99.252-W15°71.683)

Sunnudagur, 22. Júlí 2018 09:00

Sönghofsdalur. 3 skór  

Sönghofsdalur varð þjóðþekktur þegar feðginin Ómar Ragnarson og Lára dóttir hans kynntu þennan áfangastað í sjónvarpi 2015. Ekið verður í Möðrudal og þaðan Kverkfjallaveg inn fyrir Kreppubrú. Gengið verður þaðan út í Sönghofsdal.  Göngulengd u.þ.b. 18 km ( án hækkunar ). 

Fararstjóri: Stefán Kristmannsson.

Brottför kl 9:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð: 500 krónur auk þátttöku í bensínkostnaði

Sunnudagur, 5. Ágúst 2018 10:00

Stórurð (Perla) 2 skór

Ekið að Vatnsskarði út við Héraðsflóa og gengið þaðan í Stórurð. Stórurð er sérstæð blanda af stórum steinblokkum, grænum grasbölum og hyldjúpum tjörnum beint undir Dyrfjöllunum vestan megin.

Fararstjóri: Þorsteinn Bergsson

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð kr. 500 auk þátttöku í bensínkostnaði

Gengið frá skilti á bílastæði við upplýsingahús á Vatnsskarði (65°33,71- 13°59,56) storurdað krossgötum sunnan Mjóadalsvarps.

Stikuð hringleið er um Stórurð og þar er kassi með gestabók og stimpli. Göngufólk er hvatt til að halda sig á merktum leiðum.

Hægt er að velja nokkrar leiðir til baka úr Stórurð t.d. niður á bílaplan á Vatnsskarðsvegi (65°33,71- 13°59,56) og einnig er hægt að ganga til Njarðvíkur að þjóðvegi (65°33,05-13°58,24).

Best er að fara í Stórurð eftir miðjan júlí og fram í miðjan september.

Vegalengd og hækkun: 15 km. og 430 m. hækkun

GPS hnit: (N65°30,88-W13°59,79)

 

Sunnudagur, 19. Ágúst 2018 10:00

Vestdalsvatn (Perla) 2 skór

Ekið að snjóflóðavarnargörðum ofan við Seyðisfjörð. Gengið að Vestdalsvatni og þaðan að skilti ferðafélagsins við Heiðarvatn á Fjarðarheiði.

Fararstjóri: Stefán Kristmannsson

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð kr. 500 auk þátttöku í bensínkostnaði.

Skemmtileg gönguleið er yfir Vestdalsheiði, frá Héraði yfir í Seyðisfjörð. Vestdalsheiði var áður fyrr fjölfarinn fjallvegur en gengið er upp með Gilsá, yfir heiðina og niður Vestdal í Seyðisfjörð.

Gengið er frá skilti á Fjarðarheiði (N65°15.577 - W14°13.524) vestdalsog stefnt að vestari enda Bjólfsins. Vatnið blasir við þegar komið er á móts við Bjólfinn. Þetta er góð gönguleið um ávalar hæðir.

Þegar komið er að Vestdalsvatni er um þrjár leiðir að velja ef fólk vill ekki fara sömu leið til baka. Niður Vestdal í Seyðisfjörð er stikuð leið, niður Gilsárdalinn eftir greinilegri slóð að Gilsárteigi (austan við Eiða á Fljótsdalshéraði) eða fyrir vestan Bjólfinn niður í Stafdal.

Hólkurinn með gestabók og stimpli er þar sem Gilsáin fellur úr vatninu. Vaða þarf ána ef gengið er af Fjarðarheiði.

Vegalengd: 11 km

GPS hnit: (N65°17.102-W14°07.887)