Sunnudagsgöngur

Dagsetning Lagt af stað Lýsing ferðar
Sunnudagur, 28. Janúar 2018 10:00

Almennt um sunnudagsgöngur Ferðafélags Fljótsdalshéraðs

Brottför í sunnudagsgöngur er kl. 10:00 alla sunnudaga ársins nema annað sé sérstaklega auglýst og er lagt af stað frá skrifstofu ferðafélagsins, Tjarnarási 8, Egilsstöðum. 

 

Á tímabilinu frá 1. október til 30. apríl ár hvert erum við ekki með fyrirfram ákveðna dagskrá í sunnudagsgöngum, heldur er ákveðið á staðnum hvert skal halda. Það fer þá eftir þátttöku, veðri og vindum hvert farið verður. Allir eru velkomnir í sunnudagsgöngur allt árið um kring og ekki er þörf á því að skrá sig.


Verð er 500 kr. auk þátttöku í eldsneyti ef við á. 

 

Sunnudagur, 4. Febrúar 2018 10:00

Almennt um sunnudagsgöngur Ferðafélags Fljótsdalshéraðs

Brottför í sunnudagsgöngur er kl. 10:00 alla sunnudaga ársins nema annað sé sérstaklega auglýst og er lagt af stað frá skrifstofu ferðafélagsins, Tjarnarási 8, Egilsstöðum. 

 

Á tímabilinu frá 1. október til 30. apríl ár hvert erum við ekki með fyrirfram ákveðna dagskrá í sunnudagsgöngum, heldur er ákveðið á staðnum hvert skal halda. Það fer þá eftir þátttöku, veðri og vindum hvert farið verður. Allir eru velkomnir í sunnudagsgöngur allt árið um kring og ekki er þörf á því að skrá sig.


Verð er 500 kr. auk þátttöku í eldsneyti ef við á. 

 

Sunnudagur, 11. Febrúar 2018 10:00

Almennt um sunnudagsgöngur Ferðafélags Fljótsdalshéraðs

Brottför í sunnudagsgöngur er kl. 10:00 alla sunnudaga ársins nema annað sé sérstaklega auglýst og er lagt af stað frá skrifstofu ferðafélagsins, Tjarnarási 8, Egilsstöðum. 

 

Á tímabilinu frá 1. október til 30. apríl ár hvert erum við ekki með fyrirfram ákveðna dagskrá í sunnudagsgöngum, heldur er ákveðið á staðnum hvert skal halda. Það fer þá eftir þátttöku, veðri og vindum hvert farið verður. Allir eru velkomnir í sunnudagsgöngur allt árið um kring og ekki er þörf á því að skrá sig.


Verð er 500 kr. auk þátttöku í eldsneyti ef við á. 

 

Sunnudagur, 6. Maí 2018 10:00

Rauðshaugur (Perla) 1 skór

Rauðshaugur er áberandi brjóstlaga hóll upp af bænum Höfða og sést víða af Héraði.  Genginn er vegaslóði frá Fagradalsvegi.  

Frábært útsýni yfir Egilsstaði, Fellabæ og Fljótsdalshérað. 

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum.

Verð kr. 500

RauðshaugurUm það bil 2ja - 3ja tíma ganga.
Rauðshaugur er áberandi brjóstlaga hóll upp af bænum Höfða og sést víða af Héraði. Þjóðsaga segir hauginn vera grafhaug Rauðs bónda á Ketilsstöðum, sem nefndur er Ásrauður í fornsögum, og sést þaðan til tveggja annarra frægra hauga, Bessahaugs í Fljótsdals og Ormarshaugs í Fellum.  Sagan segir að Rauður hafi verið heygður með öll sín auðæfi og fólk hafi reynt að grafa í hauginn, en orðið frá að hverfa þar sem bærinn á Ketilsstöðum virtist standa í ljósum logum. Frábært útsýni yfir Fljótsdalshérað.  Genginn er vegaslóði frá Fagradalsvegi (N65°14,590-W14°21.156)

GPS hnit: (N65°12.77-W14°23.01)

 

Meira um Rauðshaug

Sunnudagur, 13. Maí 2018 10:00

Hengifoss (Perla) 1 skór

Þriðji hæsti foss landsins, 128 metra hár í Hengifossá. Gengið frá bílastæði við ána. Hækkun um 300 metrar. 

Á leiðinni upp, sést eitt hæsta stuðlaberg landsins við Litlanesfoss. 

Brottför klukkan 10:00 frá Tjarnarási 8 á Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð kr. 500 auk þátttöku í bensínkostnaði.

 

 

hengifLétt leið – ca 2ja tíma ganga
Annar hæsti foss landsins 128m hár í Hengifossá. Hægt er að ganga upp með ánni beggja vegna frá þjóðvegi. Algengast er þó að ganga frá bílastæði við ána. Hækkun um 300 metrar. Á leiðinni upp, sést eitt hæsta stuðlaberg landsins við Litlanesfoss. Gaman er að fara upp fyrir Hengifoss vaða ána og ganga hinu megin niður, en þá lengist gangan töluvert. Staukurinn er á grasflöt nokkru áður en stígurinn endar (N65°05.422-W14°53.200)

GPS hnit: (Upphafspunktur N65°04.41-W14°52.84)

 

Meira um Hengifoss

Sunnudagur, 20. Maí 2018 10:00

Kóreksstaðavígi (Perla) 1 skór

Gengið frá bílastæði og skilti rétt hjá hliðinu heim að Kóreksstöðum. Þá verður einnig skoðaður Dalahellir og skessuketill í Bjarglandsá við bæinn Sandbrekku. 

Fararstjóri: Sighvatur Sighvatz.

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð kr. 500 auk þátttöku í bensínkostnaði

 

KorekÖrstutt létt ganga
Kóreksstaðavígi er falllegur stuðlabergsstapi.  Þar á Kórekur að hafa varist óvinum sínum um stund þar til hann féll. Hann var heygður við Vígið.
Ekið framhjá félagsheimilinu Hjaltalundi og síðan afleggjarann að Kóreksstöðum. Stoppað við bílastæði og skilti rétt hjá hliðinu heim að Kóreksstöðum. Gengið út eftir að Kóreksstaðavígi. Hólkurinn blasir við þegar komið er gangandi að Víginu. Gaman er að fara upp á Kóreksstaðavígi.

GPS hnit: (N65°32.782-W14°10.591)

 

Meira um Kóreksstaðavígi

Sunnudagur, 27. Maí 2018 10:00

Múlakollur (Perla) 2 skór

Ekið að Þingmúla í Skriðdal en Múlakollur er fremsti hluti Þingmúla.

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð kr. 500 auk þátttöku í bensínkostnaði

 

mulakStutt en bratt - 2ja til 3ja tíma ganga.
Þingmúli skiptir Skriðdal í norðurdal og suðurdal en þjóðvegur 95 liggur um suðurdal yfir í Breiðdal. Múlakollur er fremsti hluti Þingmúla. Bærinn Þingmúli var helsti þingstaður Austfirðinga um nokkrar aldir og eru Múlasýslur nefndar eftir honum. Oft er genginn hryggurinn framan í Múlakolli beint upp. Nokkuð bratt. Síðan er gaman að ganga inn fjallið og niður austan megin nokkuð innan við Múlastekk.  Á þeirri leið má sjá falllegt kubbaberg. Einnig er hægt að ganga inn með fjallinu að austanverðu og upp frá Múlastekk, um það bil 400 metra hækkun.

GPS hnit: (N65°01.624-W14°38.049)

 

Meira um Múlakoll

 

 

 

 

 

Sunnudagur, 3. Júní 2018 10:00

Fjölskylduferð í Skálanes. 1 skór

Ekið á Seyðisfjörð og áleiðis í Skálanes. Gengnir verða síðustu 4 kílómetrarnir.

Staðarhaldari verður með kaffi og kökur til sölu.

Fararstjóri: Stefán Kristmannsson

Brottför kl. 13 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð kr. 1.000 – frítt fyrir 14 ára og yngri.

 

Skálanes

Skálanes

Skálanes er náttúruparadís við mynni Seyðisfjarðar.

Þar gefst færi á að komast í kynni við náttúruna í návígi, sérstaklega fuglalífið, þar sem þúsundir fugla af um 40 mismunandi tegundum verpa á svæðinu. 

Fær vegur er nær alla leið en óbrúuð á er á leiðinni sem oft getur verið ófær minni bílum.  Göngubrýr eru yfir síðustu ársprænurnar áður en komið er að Skálanesbænum

 

 

 

Sunnudagur, 10. Júní 2018 10:00

Gönguferð í Treglugil. 1 skór

Ekið að Merki í Jökuldal og gengið í Treglugil sem er 2 kílómetra innan við Merki. Treglugil er um 100 metra djúpt og um það fellur áin Tregla.

Fararstjóri: Lilja Hafdís Óladóttir

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð: 500 krónur auk þátttöku í bensínkostnaði 

Sunnudagur, 17. Júní 2018 10:00

Fardagafoss (Perla) 1 skór

Ekið að bílaplani við Áningarstein. Gengið þaðan að Fardagafossi.

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð: 500 krónur auk þátttöku í bensínkostnaði

fardagaLétt 1 ½ tíma ganga frá skilti við veginn
Oftast er gengið frá skilti sem er neðarlega í Fjarðarheiðinni, þar er bílastæði.Gengið upp með ánni, og má þar sjá Gufufoss og farið upp með gljúfurbarminum norðan megin. Þegar komið er á fossinum er hægt að fara ofan í gilið (keðja þar til að styðja sig við) síðan er gaman að fara bak við fossinn. Hólkur með gestabók og stimpli blasir við þegar fólk nálgast fossinn.
Gaman er að leggja upp frá Egilsstöðum, ganga yfir gömlu Eyvindarárbrúna og fara svo inn á gamla veginn rétt utan við afleggjarann að Miðhúsum og síðan áfram upp að bílastæðinu.


GPS hnit:(N65°16.06-W14°19.96)