Sunnudagsgöngur

Dagsetning Lagt af stað Lýsing ferðar
Sunnudagur, 23. September 2018 10:00

Strútsfoss (Perla) 1 skór

Gengið frá Sturluflöt, innsta bæ í Suðurdal inn af Fljótsdal. Gengið upp með Fellsá austanvert í Villingadal. Strútsfoss er á náttúruminjaskrá.

Fararstjóri: Sighvatur Sighvatz

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð kr. 500 auk þátttöku í bensínkostnaði

 

Gengið er frá skitli rétt hjá Sturluflöt, innsta bæ í Suðurdal, austan Kelduár. Gstrutsengið er upp með Fellsá austanvert í Villingadal. Fossinn sést ekki fyrr en komið er býsna langt inn dalinn. Þá er hægt að ganga upp með Strútsgili þar sem komið er að því. Þar uppi er hólkur með gestabók og stimpli. Ekki er hægt að komast alla leið að fossinum nema fara niður í gilið og vaða ána nokkrum sinnum sem getur verið varhugavert. Strútsfoss er á náttúruminjaskrá.

Vegalengd og hækkun: 8,5 km. og 229 m. hækkun

Kort og GPS Slóði

GPS hnit: (N64°54.194-W15°02.314)

Meira um Strútsfoss

 

Sunnudagur, 30. September 2018 10:00

Bjargselsbotnar (Perla) 1 skór

Gengið frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað og ljósgrænum stikum fylgt á áfangastað.

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla

Verð kr. 500 auk þátttöku í bensínkostnaði.

Gengið er frá skilti rétt við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað og fylgt stikum 11836673 10208080675521085 1124877723232536240 nljósgrænum að lit. Leiðin liggur í gegnum framhlaupsurð, sem myndaðist fyrir um 10.000 árum og nefnist Hólar. Áfram er haldið upp í Bjargselsbotna, inn eftir, undir Bjarginu að Þverbjargi þar sem Illaskriða hefur fallið. Út og niður af Illuskriðu er gengið niður að Leirtjarnarhrygg. Þar er að finna hólkinn með gestabók og stimpli.

Vegalengd og hækkun: 4.5 km og 230 m hækkun.

GPS hnit: N65°05.465-W14°43.031

Meira um Bjargselsbotna