Sunnudagsgöngur

Dagsetning Lagt af stað Lýsing ferðar
Sunnudagur, 5. Ágúst 2018 10:00

Stórurð (Perla) 2 skór

Ekið að Vatnsskarði út við Héraðsflóa og gengið þaðan í Stórurð. Stórurð er sérstæð blanda af stórum steinblokkum, grænum grasbölum og hyldjúpum tjörnum beint undir Dyrfjöllunum vestan megin.

Fararstjóri: Þorsteinn Bergsson

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð kr. 500 auk þátttöku í bensínkostnaði

Gengið frá skilti á bílastæði við upplýsingahús á Vatnsskarði (65°33,71- 13°59,56) storurdað krossgötum sunnan Mjóadalsvarps.

Stikuð hringleið er um Stórurð og þar er kassi með gestabók og stimpli. Göngufólk er hvatt til að halda sig á merktum leiðum.

Hægt er að velja nokkrar leiðir til baka úr Stórurð t.d. niður á bílaplan á Vatnsskarðsvegi (65°33,71- 13°59,56) og einnig er hægt að ganga til Njarðvíkur að þjóðvegi (65°33,05-13°58,24).

Best er að fara í Stórurð eftir miðjan júlí og fram í miðjan september.

Vegalengd og hækkun: 15 km. og 430 m. hækkun

GPS hnit: (N65°30,88-W13°59,79)

 

Sunnudagur, 19. Ágúst 2018 10:00

Vestdalsvatn (Perla) 2 skór

Ekið að snjóflóðavarnargörðum ofan við Seyðisfjörð. Gengið að Vestdalsvatni og þaðan að skilti ferðafélagsins við Heiðarvatn á Fjarðarheiði.

Fararstjóri: Stefán Kristmannsson

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð kr. 500 auk þátttöku í bensínkostnaði.

Skemmtileg gönguleið er yfir Vestdalsheiði, frá Héraði yfir í Seyðisfjörð. Vestdalsheiði var áður fyrr fjölfarinn fjallvegur en gengið er upp með Gilsá, yfir heiðina og niður Vestdal í Seyðisfjörð.

Gengið er frá skilti á Fjarðarheiði (N65°15.577 - W14°13.524) vestdalsog stefnt að vestari enda Bjólfsins. Vatnið blasir við þegar komið er á móts við Bjólfinn. Þetta er góð gönguleið um ávalar hæðir.

Þegar komið er að Vestdalsvatni er um þrjár leiðir að velja ef fólk vill ekki fara sömu leið til baka. Niður Vestdal í Seyðisfjörð er stikuð leið, niður Gilsárdalinn eftir greinilegri slóð að Gilsárteigi (austan við Eiða á Fljótsdalshéraði) eða fyrir vestan Bjólfinn niður í Stafdal.

Hólkurinn með gestabók og stimpli er þar sem Gilsáin fellur úr vatninu. Vaða þarf ána ef gengið er af Fjarðarheiði.

Vegalengd: 11 km

GPS hnit: (N65°17.102-W14°07.887)

 

 

Sunnudagur, 26. Ágúst 2018 09:00

Einstakafjall (Perla) 2 skór

Ekið í Vöðlavík að Dys. Þaðan er greið leið að ganga á brúnum fjalla milli Vöðlavíkur og Viðfjarðar. Þaðan er svo gengið út á Einstakafjall sem er gott útsýnisfjall og skilur að Viðfjörð, Sandvík og Vöðlavík.

Fararstjóri: Stefán Kristmannsson

Brottför kl 9:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla

Verð kr. 500 auk þátttöku í bensínkostnaði.

Sunnudagur, 9. September 2018 10:00

Landsendi (Perla) 2 skór

Gengið frá þjóðvegi (áður en er haldið upp á Hellisheiði) við Biskupshól út að Keri, sem er forn verstöð og þaðan út á Landsendahorn.

Fararstjóri: Brynjar Örn Arnarson

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð kr. 500 auk þátttöku í bensínkostnaði

Gengið frá skilti sem er við veg nr. 917 (áður en haldið er upp á Hellisheiði) við Biskupshól (N65°42.52-W14°24.41). landsendiÞaðan er svo gengið að Keri, sem er forn verstöð og út á Landsendahorn.   Þaðan er afar fallegt útsýni yfir Móvíkur, tvær víkur, sem eru næst fyrir utan Landsenda og mynda stórar geilar inn í strandfjöllin. Ofan við þær eru um 2-300 m há björg og snarbrattar skriður, Móvíkurflug. Bergið í þeim er aðallega líparít sem skartar öllum regnbogans litum. Hólkur með gestabók og stimpli er á bakkanum fyrir ofan Ker.

Vegalengd: 5 km

GPS hnit: (N65° 43.352-W14°23.300)

 

Sunnudagur, 16. September 2018 08:00

Skúmhöttur (Perla) 3 skór

Ekið að Þórisá í Skriðdal. Skemmtileg fjallganga á næst hæsta fjallið í fjallgarðinum á milli Reyðarfjarðar og Fljótsdalshéraðs, um 1229 m. 

Fararstjóri: Sighvatur Sighvatz

Brottför kl 8:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð kr. 500 auk þátttöku í bensínkostnaði

 

Skúmhöttur er næst hæsta fjall í fjallgarðinum milli Reyðarfjarðar og Fljótsdalshéraðs. skumhFjallið er að mestu úr líparíti en sjálfur tindurinn er úr dekkra bergi.
Sunnan við bæinn Litla Sandfell er ekið af þjóðvegi inn á veg í gegnum hlið og ekið þar til komið er að gamalli brú yfir Þórisá. Þar er bílastæði. Gengið frá skilti við Þórisá og síðan eftir hryggnum framan í fjallinu alla leið upp á topp, 1229. Skemmtileg fjallgana á áhugavert fjall.

Vegalengd og hækkun: 14 km. og 1100 m. hækkun

GPS hnit: (N65°02.548-W14°28.848)

 

Meira um Skúmhött

 

 

 

Sunnudagur, 23. September 2018 10:00

Strútsfoss (Perla) 1 skór

Gengið frá Sturluflöt, innsta bæ í Suðurdal inn af Fljótsdal. Gengið upp með Fellsá austanvert í Villingadal. Strútsfoss er á náttúruminjaskrá.

Fararstjóri: Sighvatur Sighvatz

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð kr. 500 auk þátttöku í bensínkostnaði

 

Gengið er frá skitli rétt hjá Sturluflöt, innsta bæ í Suðurdal, austan Kelduár. Gstrutsengið er upp með Fellsá austanvert í Villingadal. Fossinn sést ekki fyrr en komið er býsna langt inn dalinn. Þá er hægt að ganga upp með Strútsgili þar sem komið er að því. Þar uppi er hólkur með gestabók og stimpli. Ekki er hægt að komast alla leið að fossinum nema fara niður í gilið og vaða ána nokkrum sinnum sem getur verið varhugavert. Strútsfoss er á náttúruminjaskrá.

Vegalengd og hækkun: 8,5 km. og 229 m. hækkun

Kort og GPS Slóði

GPS hnit: (N64°54.194-W15°02.314)

Meira um Strútsfoss

 

Sunnudagur, 30. September 2018 10:00

Bjargselsbotnar (Perla) 1 skór

Gengið frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað og ljósgrænum stikum fylgt á áfangastað.

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla

Verð kr. 500 auk þátttöku í bensínkostnaði.

Gengið er frá skilti rétt við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað og fylgt stikum 11836673 10208080675521085 1124877723232536240 nljósgrænum að lit. Leiðin liggur í gegnum framhlaupsurð, sem myndaðist fyrir um 10.000 árum og nefnist Hólar. Áfram er haldið upp í Bjargselsbotna, inn eftir, undir Bjarginu að Þverbjargi þar sem Illaskriða hefur fallið. Út og niður af Illuskriðu er gengið niður að Leirtjarnarhrygg. Þar er að finna hólkinn með gestabók og stimpli.

Vegalengd og hækkun: 4.5 km og 230 m hækkun.

GPS hnit: N65°05.465-W14°43.031

Meira um Bjargselsbotna