Lengri ferðir

Dags. Tími Lýsing ferðar
Föstudagur, 15. Júní 2018 13:00

Ferð um Fimmvörðuháls í Þórsmörk 15.-18. júní (3 skór) - Uppselt!!

Lagt af stað á einkabílum frá Egilsstöðum kl. 13:00 föstudaginn 15. júní. Gist í Mið Mörk. Genginn Fimmvörðuhálsinn á laugardeginum og gist í Básum aðfaranótt sunnudagsins.  Þeir sem ekki treysta sér Fimmvörðuhálsinn fara með rútu frá Mið Mörk í Bása á laugardeginum.  Sunnudaginn 17.júní verður létt ganga og síðan farið með rútu í Mið Mörk þar sem gist er aðfaranótt mánudagsins. Ekið heim mánudaginn 18.júní.

Þrjú verð eru í gangi fyrir þessa ferð:

Valkostur 1: Gisting ( innanhús ) í Mið-Mörk ( 2 nætur ), gisting í Básum ( ein nótt ) rúta aðra leið, ganga yfir Fimmvörðuháls með fararstjóra flutningur á dóti í Bása á laugardag, ganga á sunnudag.  Verð  25.000,-

Valkostur 2: Gisting í Mið-Mörk (2 nætur), gisting í Básum (ein nótt),  rúta báðar leiðir, fararstjóri í göngu á sunnudag. Verð  27.000,-

Valkostur 3: Gisting ( utanhús ) í Mið-Mörk ( 2 nætur), gisting í Básum ( ein nótt ) rúta aðra leið, ganga yfir Fimmvörðuháls með fararstjóra flutningur á dóti í Bása á laugardag, ganga á sunnudag. Verð 19.500,-

Fararstjóri: Kristíana Baldursdóttir. 

Uppselt er í ferðina en hægt að skrá sig á biðlista í netfangið: ferdaf@ferdaf.is 

Miðvikudagur, 25. Júlí 2018 09:00

Víknaslóðir 25. - 28 júlí (3 skór)

1.d. Ekið kl. 9 frá Fjarðarborg á Borgarfirði á upphafsstað göngu. Gengið frá Borgarfirði þaðan yfir í Brúnavík og svo yfir í Breiðuvík

2.d. Gengið frá Breiðuvík yfir í Húsavík

3.d. Gengið frá Húsavík yfir í Loðmundarfjörð / Klyppstaði.

4.d. Síðasta daginn er gengið frá Loðmundarfirði um Kækjuskörð til Borgarfjarðar.  

Fararstjóri: Þórdís Kristvinsdóttir

Verð: 44.500/43.000. Innifalið: Fararstjórn, skálagisting og trúss. Lágmarksfjöldi í ferð: 10 manns. 

Skráningu lýkur 11. júlí. 

Bóka hér

Miðvikudagur, 1. Ágúst 2018 08:00

Lónsöræfi 1. - 4. ágúst (3 skór)

1.d. Ekið kl. 8 með rútu frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum upp á Fljótsdalsheiði. Gengið verður um Eyjabakka í Geldingafell.

2.d. Gengið verður úr Geldingafelli um Vesturdal í Egilssel.

3.d. Gengið verður úr Egilsseli í Víðidal, þaðan um Tröllakróka í Múlaskála.

4.d. Gengið verður úr Múlaskála í Smiðjunes þar sem rúta bíður hópsins og flytur hann til Egilsstaða.

Fararstjóri: Jón Bragason. 

Verð: 52.500/51.000. Innifalið: Fararstjórn, akstur og skálagisting. Lágmarksfjöldi í ferð: 10 manns. 

Skráningu lýkur 18. júlí. 

Athugið að mögulegt er að fá mat trússaðan í skála FFF á Lónsöræfum, ef pantað er fyrir marslok.

Bóka hér

Fimmtudagur, 16. Ágúst 2018 09:00

Víknaslóðir 16. - 19 ágúst (3 skór)

1.d. Ekið kl. 9 frá Fjarðarborg á Borgarfirði á upphafsstað göngu. Gengið frá Borgarfirði þaðan yfir í Brúnavík og svo yfir í Breiðuvík

2.d. Gengið frá Breiðuvík yfir í Húsavík

3.d. Gengið frá Húsavík yfir í Loðmundarfjörð / Klyppstaði.

4.d. Síðasta daginn er gengið frá Loðmundarfirði um Kækjuskörð til Borgarfjarðar.  

Fararstjóri: Þórdís Kristvinsdóttir

Verð: 44.500/43.000. Innifalið: Fararstjórn, skálagisting og trúss. Lágmarksfjöldi í ferð: 10 manns. 

Skráningu lýkur 2. ágúst

Bóka hér

Bókunar- og greiðsluskilmálar Ferðafélags Fljótsdalshéraðs vegna ferða FFF

Dagsferðir:  Bókast og greiðast með a.m.k. tveggja daga fyrirvara og í síðasta lagi fyrir kl. 15 á fimmtudegi fyrir þær ferðir sem farnar eru á laugardegi eða sunnudegi.

Lengri ferðir: Staðfestingargjald er 20% af verði ferðar og greiðist við pöntun. Staðfestingargjaldið er aldrei endurgreitt. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 3 vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Afbókanir:

  • Afbókun innan 7 daga frá bókun og 21 degi fyrir brottför.  - Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu. 
  • Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför -  50% fargjalds endurgreitt 
  • Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför - 25% fargjalds endurgreitt 
  • Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför - engin endurgreiðsla