Lengri ferðir

Dags. Tími Lýsing ferðar
Föstudagur, 15. Júní 2018 13:00

Ferð um Fimmvörðuháls í Þórsmörk 15.-18. júní (3 skór) - Uppselt!!

Lagt af stað á einkabílum frá Egilsstöðum kl. 13:00 föstudaginn 15. júní. Gist í Mið Mörk. Genginn Fimmvörðuhálsinn á laugardeginum og gist í Básum aðfaranótt sunnudagsins.  Þeir sem ekki treysta sér Fimmvörðuhálsinn fara með rútu frá Mið Mörk í Bása á laugardeginum.  Sunnudaginn 17.júní verður létt ganga og síðan farið með rútu í Mið Mörk þar sem gist er aðfaranótt mánudagsins. Ekið heim mánudaginn 18.júní.

Þrjú verð eru í gangi fyrir þessa ferð:

Valkostur 1: Gisting ( innanhús ) í Mið-Mörk ( 2 nætur ), gisting í Básum ( ein nótt ) rúta aðra leið, ganga yfir Fimmvörðuháls með fararstjóra flutningur á dóti í Bása á laugardag, ganga á sunnudag.  Verð  25.000,-

Valkostur 2: Gisting í Mið-Mörk (2 nætur), gisting í Básum (ein nótt),  rúta báðar leiðir, fararstjóri í göngu á sunnudag. Verð  27.000,-

Valkostur 3: Gisting ( utanhús ) í Mið-Mörk ( 2 nætur), gisting í Básum ( ein nótt ) rúta aðra leið, ganga yfir Fimmvörðuháls með fararstjóra flutningur á dóti í Bása á laugardag, ganga á sunnudag. Verð 19.500,-

Fararstjóri: Kristíana Baldursdóttir. 

Uppselt er í ferðina en hægt að skrá sig á biðlista í netfangið: ferdaf@ferdaf.is 

Miðvikudagur, 25. Júlí 2018 09:00

Víknaslóðir 25. - 28 júlí (3 skór)

1.d. Ekið kl. 9 frá Fjarðarborg á Borgarfirði á upphafsstað göngu. Gengið frá Borgarfirði þaðan yfir í Brúnavík og svo yfir í Breiðuvík

2.d. Gengið frá Breiðuvík yfir í Húsavík

3.d. Gengið frá Húsavík yfir í Loðmundarfjörð / Klyppstaði.

4.d. Síðasta daginn er gengið frá Loðmundarfirði um Kækjuskörð til Borgarfjarðar.  

Fararstjóri: Þórdís Kristvinsdóttir

Verð: 44.500/43.000. Innifalið: Fararstjórn, skálagisting og trúss. Lágmarksfjöldi í ferð: 10 manns. 

Skráningu lýkur 11. júlí. 

Bóka hér

Miðvikudagur, 1. Ágúst 2018 08:00

Lónsöræfi 1. - 4. ágúst (3 skór)

1.d. Ekið kl. 8 með rútu frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum upp á Fljótsdalsheiði. Gengið verður um Eyjabakka í Geldingafell.

2.d. Gengið verður úr Geldingafelli um Vesturdal í Egilssel.

3.d. Gengið verður úr Egilsseli í Víðidal, þaðan um Tröllakróka í Múlaskála.

4.d. Gengið verður úr Múlaskála í Smiðjunes þar sem rúta bíður hópsins og flytur hann til Egilsstaða.

Fararstjóri: Jón Bragason. 

Verð: 52.500/51.000. Innifalið: Fararstjórn, akstur og skálagisting. Lágmarksfjöldi í ferð: 10 manns. 

Skráningu lýkur 18. júlí. 

Athugið að mögulegt er að fá mat trússaðan í skála FFF á Lónsöræfum, ef pantað er fyrir marslok.

Bóka hér

Fimmtudagur, 16. Ágúst 2018 09:00

Víknaslóðir 16. - 19 ágúst (3 skór)

1.d. Ekið kl. 9 frá Fjarðarborg á Borgarfirði á upphafsstað göngu. Gengið frá Borgarfirði þaðan yfir í Brúnavík og svo yfir í Breiðuvík

2.d. Gengið frá Breiðuvík yfir í Húsavík

3.d. Gengið frá Húsavík yfir í Loðmundarfjörð / Klyppstaði.

4.d. Síðasta daginn er gengið frá Loðmundarfirði um Kækjuskörð til Borgarfjarðar.  

Fararstjóri: Þórdís Kristvinsdóttir

Verð: 44.500/43.000. Innifalið: Fararstjórn, skálagisting og trúss. Lágmarksfjöldi í ferð: 10 manns. 

Skráningu lýkur 2. ágúst

Bóka hér

Bókunar- og greiðsluskilmálar Ferðafélags Fljótsdalshéraðs vegna ferða FFF

Dagsferðir:  Staðfestingargjald er 20% af verði ferðar og greiðist við pöntun. Staðfestingargjaldið er aldrei endurgreitt nema ferð verði felld niður. Eftirstöðvar þarf að greiða að fullu a.m.k. 4 dögum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum. 

Lengri ferðir: Staðfestingargjald er 20% af verði ferðar og greiðist við pöntun. Staðfestingargjaldið er aldrei endurgreitt nema ferð verði felld niður. Eftirstöðvar þarf að greiða að fullu a.m.k. 30 dögum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Afbókanir:

Afbókun 14 dögum eða lengur fyrir brottför.  - Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu. 

Afbókun 13-8 dögum fyrir brottför -  50% af verði ferðar endurgreitt 

Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför - 25% af verði ferðar endurgreitt

Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför - engin endurgreiðsla