Dagsferðir

Dagsetning Lagt af stað Lýsing ferðar
Laugardagur, 18. Ágúst 2018 08:00

Staðarfjall (Staðartindur) 3 skór

Staðarfjall er eitt af fjöllunum í fjallahring Borgarfjarðar eystri og er þekkt fyrir áberandi ljós líparítlög. Aðeins verður farið í björtu veðri.

Fararstjóri: Hafþór Snjólfur Helgason. 

Brottför kl 8:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla. Brottför kl. 9:30 frá Fjarðarborg á Borgarfirði eystri og ekið inn að Staðarfjalli.

Verð: 6.000/5.000. Innifalið: Fararstjórn. 

Lágmarksfjöldi í ferð: 10 manns. 

Skráningu lýkur 15. ágúst. 

Bóka hér

Bókunar- og greiðsluskilmálar Ferðafélags Fljótsdalshéraðs vegna ferða FFF

Dagsferðir:  Staðfestingargjald er 20% af verði ferðar og greiðist við pöntun. Staðfestingargjaldið er aldrei endurgreitt nema ferð verði felld niður. Eftirstöðvar þarf að greiða að fullu a.m.k. 4 dögum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum. 

Lengri ferðir: Staðfestingargjald er 20% af verði ferðar og greiðist við pöntun. Staðfestingargjaldið er aldrei endurgreitt nema ferð verði felld niður. Eftirstöðvar þarf að greiða að fullu a.m.k. 30 dögum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Afbókanir:

Afbókun 14 dögum eða lengur fyrir brottför.  - Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu. 

Afbókun 13-8 dögum fyrir brottför -  50% af verði ferðar endurgreitt 

Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför - 25% af verði ferðar endurgreitt

Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför - engin endurgreiðsla