Dagsferðir

Dagsetning Lagt af stað Lýsing ferðar
Laugardagur, 2. Júní 2018 13:00

Fjölskylduferð í Húsey (Perla) 1 skór

 

Keyrt verður út í Húsey og gengið um sléttuna utan við Húsey. 

 

Brottför kl 13:00 frá Tjarnarási 8 á Egilsstöðum. Sameinast í bíla.

Verð 1.000 kr. Frítt fyrir 14 ára og yngri.

 

Gengið er um sléttuna utan við Húseyjarbæinn út við Héraðsflóa. huseyHægt er að velja um 6 km (ca 2 klst) eða 14 km hringleið. Mikið fuglalíf og selalátur. Gengið frá skilti sem er innan við hliðið hjá Húsey. Gengið í átt að Jökulsá og síðan gengnir bakkar allt þar til komið er að hólknum þar sem er gestabók og stimpill. Hólkurinn er við borð nálægt sjónum ca 3 km utan við bæinn. Síðan er haldið áfram og stefnt á Húseyjarbæinn. Loks er vegurinn genginn og hringnum lokað.

Vegalengd: 6 km

GPS hnit:  (N65°38.775-W14°14.670)

Meira um Húsey

Föstudagur, 15. Júní 2018 10:00

Bæjarleið á Jökuldal. 1 skór.

Ekið að Merki í Jökuldal og gengin þaðan gönguleiðin milli bæjanna Merkis og Klaustursels.

Fararstjóri: Lilja Hafdís Óladóttir

Brottför kl 10:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla

Föstudagur, 15. Júní 2018 10:00

Hiking between farms on Jökuldalur. Difficulty level: Easy path

We drive to Merki farm in Jökuldalur and hike from there to the farm Klaustursel.

Tour guide: Lilja Hafdís Óladóttir

Departure at 10 am from Tjarnaras 8, Egilsstaðir. Car sharing in private cars

Price 500 ISK + gas cost.

 

Föstudagur, 22. Júní 2018 20:00

Sólstöðuganga í Stapavík (Perla) 1 skór

Gengið frá bílastæði rétt ofan við heimkeyrsluna að Unaósi, út með Selfljóti. 

 

Fararstjóri: Þorsteinn á Unaósi. 

Verð: 1.000. Frítt fyrir 14 ára og yngri. 

 

Gengið frá skilti á bílastæði rétt fyrir ofan heimkeyrsluna að Unaósi, út með Selfljóti. stapavLeiðin er stikuð. Gengið fram hjá Eiðaveri, en þaðan lét Margrét ríka á Eiðum róa til fiskjar um miðja 15.öld. Þar eru líka fornar beitarhúsatættur. Upplagt að koma við á Krosshöfða þar sem var löggilt verslunarhöfn frá 1902.

Hólkurinn með gestabók og stimpli er við gamla spilið í Stapavík.
Í víkinni var vörum skipað upp fram á fjórða áratug síðustu aldar. Gömul þjóðleið er frá Krosshöfða yfir Gönguskarð til Njarðvíkur.

Vegalengd: 10 km.

GPS hnit: (N65°36.17-W13°57.97)

 

Meira um Stapavík

 

 

 

Sunnudagur, 12. Ágúst 2018 08:00

Póstleið: Sleðbrjótssel að Refstað (4 skór)

Ekið að Sleðbrjótsseli í Jökulsárshlíð. Þaðan er gengin gömul póstleið að Refstað við Vopnafjörð. Leiðin er 24 km, um 8-9 klst ganga.

Fararstjóri: Þorsteinn Bergsson. 

Brottför kl 8:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum með rútu.

Verð: 19.000/18.000. Innifalið: Fararstjórn og akstur. 

Lágmarksfjöldi í ferð: 10 manns. 

Skráningu lýkur 7. ágúst.

Bóka hér

Laugardagur, 18. Ágúst 2018 08:00

Staðarfjall (Staðartindur) 3 skór

Staðarfjall er eitt af fjöllunum í fjallahring Borgarfjarðar eystri og er þekkt fyrir áberandi ljós líparítlög. Aðeins verður farið í björtu veðri.

Fararstjóri: Hafþór Snjólfur Helgason. 

Brottför kl 8:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Sameinast í bíla. Brottför kl. 9:30 frá Fjarðarborg á Borgarfirði eystri og ekið inn að Staðarfjalli.

Verð: 6.000/5.000. Innifalið: Fararstjórn. 

Lágmarksfjöldi í ferð: 10 manns. 

Skráningu lýkur 15. ágúst. 

Bóka hér

Sunnudagur, 2. September 2018 08:00

Dalatangahringur 3 skór

Ekið að Dalatanga og gengið upp Daladalinn í Dalaskarð, um fjallahringinn í Skollaskarð, þaðan niður í Afrétt og til baka að Dalatanga.

Fararstjóri: Einar Hafþór Heiðarsson

Brottför kl 8:00 frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum og kl 8:30 frá gatnamótum við Mjóafjarðarafleggjara. Sameinast í bíla.

Verð kr. 500 auk þátttöku í bensínkostnaði.

Skráningu lýkur 25. ágúst.

Bóka hér

Bókunar- og greiðsluskilmálar Ferðafélags Fljótsdalshéraðs vegna ferða FFF

Dagsferðir:  Staðfestingargjald er 20% af verði ferðar og greiðist við pöntun. Staðfestingargjaldið er aldrei endurgreitt nema ferð verði felld niður. Eftirstöðvar þarf að greiða að fullu a.m.k. 4 dögum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum. 

Lengri ferðir: Staðfestingargjald er 20% af verði ferðar og greiðist við pöntun. Staðfestingargjaldið er aldrei endurgreitt nema ferð verði felld niður. Eftirstöðvar þarf að greiða að fullu a.m.k. 30 dögum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Afbókanir:

Afbókun 14 dögum eða lengur fyrir brottför.  - Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu. 

Afbókun 13-8 dögum fyrir brottför -  50% af verði ferðar endurgreitt 

Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför - 25% af verði ferðar endurgreitt

Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför - engin endurgreiðsla